Lionel Messi er launahæsti knattspyrnumaður í heimi og þénar hann um 170 milljónir íslenskra króna í hverri einustu viku.
Messi gekk í raðir PSG í Frakklandi í síðustu viku og heldur svipuðum launapakka og hann hafði hjá Barcelona.
Cristianon Ronaldo þénar ögn minna hjá Juventus en Neymar liðsfélagi Messi hjá PSG þénar rúmar 100 milljónir íslenskra króna á viku.
Aðeins tveir leikmenn í enska boltanum komast á listann en það eru David de gea og Kevin De Bruyne. Luis Suarez er fjórði launahæsti leikmaður í heimi með sléttar 100 milljónir króna á viku. Það var vefsíðan Radio Times sem tók saman.
Tíu launahæstu í pundum:
10. Robert Lewandowski (Bayern Munich): £350,000 á viku
9. David de Gea (Manchester United): £375,000 á viku
8. Kevin De Bruyne (Manchester City): £385,000 á viku
7. Kylian Mbappe (PSG): £410,000 á viku
6. Gareth Bale (Real Madrid): £500,000 á viku
5. Antoine Griezmann (Barcelona): £575,000 á viku
4. Luis Suarez (Atletico Madrid): £575,000 á viku
3. Neymar (PSG): £606,000 á viku
2. Cristiano Ronaldo (Juventus): £900,000 á viku
1. Lionel Messi (PSG): £960,000 á viku