Það er líf í toppbaráttunni í Pepsi Max deild karla en bæði Víkingur R. og Breiðablik unnu sigra í kvöld.
Fylkir tók á móti Víking R. á Wurth vellinum en bæði lið þurftu á stigunum þremur að halda. Fylkir er í fallbáráttu á meðan að Víkingur R. reynir að halda í við Val á toppnum.
Kristall Máni Ingason kom Víking yfir á 9. mínútu mínútu þegar hann afgreiddi boltann í netið eftir sendingu frá Nikolaj Hansen. Kristall bætti við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Pablo Puniyed og staðan orðin 2-0. Kristall kom nálægt því á að skora þrennu á 72. mínútu en setti boltann í slánna. Kwame Quee kom inn á sem varamaður og innsiglaði sigur Víkinga á 85. mínútu. 3-0 sigur niðurstaða.
Víkingur R. er í 2. sæti með 33 stig eftir 17 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Vals. Fylkir er í 10. sæti með 16 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Breiðablik tók á móti ÍA á Kópavogsvellinum. Hákon Ingi Jónsson kom Skagamönnum í forystu á 6. mínútu en Viktor Karl Einarsson jafnaði metin á 24. mínútu. Það var jafnt fram á 83. mínútu þegar að Breiðablik fékk víti þegar að Árni Vilhjálmsson var tekinn niður í teignum. Árni fór sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Bæði Fannar Berg Gunnólfsson, þjálfari ÍA, og Wout Droste leikmaður liðsins voru reknir af velli á lokakafla leiksins.
Breiðablik er í 3. sæti með 32 stig eftir 16 leiki. ÍA er á botninum með 12 stig eftir 17 leiki.
KR og HK mættust í Kórnum. Arnþór Ingi Kristinsson fékk tvö gul spjöld á 3. og 11. mínútu og KR manni færri. Það kom þó ekki að sök en Kjartan Henry Finnbogason kom KR-ingum yfir á 25. mínútu. HK fékk tækifæri til að jafna þegar að liðið fékk vítaspyrnu á 39. mínútu en Birnir Snær Ingason þrumaði boltanum yfir markið. HK tókst ekki að koma boltanum í netið þrátt fyrir að vera manni fleiri og 1-0 sigur KR niðurstaða.
KR er í 5. sæti með 29 stig eftir 17 leiki. HK er í 11. sæti með 13 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
Lokatölur:
Fylkir 0 – 3 Víkingur R.
0-1 Kristall Máni Ingason (‘9)
0-2 Kristall Máni Ingason (’46)
0-3 Kwame Quee (’85)
Breiðablik 2 – 1 ÍA
0-1 Hákon Ingi Jónsson (‘6)
1-1 Viktor Karl Einarsson (’24)
2-1 Árni Vilhjálmsson (’86, víti)
HK 0 –1 KR
0-1 Kjartan Henry Finnbogason (’25)