Noel Gallagher frægasti stuðningsmaður Manchester City segir stuðningsmenn félagsins vilja fá Erling Haaland frekar en Harry Kane framherja Tottenham.
Borussia Dortmund hefur neitað að selja Haaland í sumar og því hefur City sett alla einbeitingu á það að krækja í Kane.
Búist er við því að Tottenham leggi fram nýtt tilboð í Kane á næstu dögum. „Ég tala fyrir flesta stuðningsmenn City, við viljum frekar fá Haaland,“ sagði Gallagher.
„Við þurfum framherja það er á hreinu, mögulega er eitthvað á bak við tjöldin með Haaland sem við vitum ekki. Það er byrjað að tala um Bayern þar.“
„Þetta eru ekki mínir peningar, eigandinn á endalaust af peningum svo við skulum bara eyða þeim. 120 milljónir punda gætu dugað fyrir Kane.“