Það var heldur betur líf og fjör í fyrstu umferðinni á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal fékk skell gegn Brentford í fyrsta leik tímabilsins.
Manchester United pakkaði Leeds saman og Chelsea lék sér að Crystal Palace.
Liverpool vann góðan sigur á Norwich og Tottenham lagði Manchester City af velli í lokaleik helgarinnar.
Liverpool og Manchester United eiga þrjá fulltrúa hvort í liði helgarinnar en Tottenham og Chelsea eiga tvo. Everton sem vann Southampton á svo einn fulltrúa.
Lið helgarinnar hjá BBC er hér að neðan.