Liverpool er sagt teikna upp plan til þess að krækja í Kylian Mbappe á frjálsri sölu næsta sumar. Félagið getur samið við hann strax í janúar.
Mbappe hefur ekki viljað skrifa undir hjá PSG og samningur hans við félagið er á enda næsta sumar, Real Madrid hefur einnig mikinn áhuga á kappanum.
Sagt er að Liverpool sé að teikna upp plan til þess að krækja í Mbappe, þannig er félagið sagt vera með pláss á launaskrá félagsins til þess að taka inn Mbappe. Ljóst er að Mbappe verður einn launahæsti knattspyrnumaður í heimi fari hann frítt frá PSG.
NEW: Kylian Mbappe 'wants' Liverpool transfer as PSG stance 'confirmed' #lfc https://t.co/n79fpyjUR1
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) August 15, 2021
Mbappe er 22 ára gamall og hefur síðustu ár verið einn allra besti leikmaður heims, Liverpool hefur reglulega verið orðað við hann.
Mbappe er sagður horfa til Real Madrid og Liverpool en það eru einu félögin sem hafa verið orðuð við þennan öfluga strák.