Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham sagði eftir leikinn gegn Man City um helgina að Harry Kane, framherji liðsins, þyrfti að vera tilbúinn að hjálpa liðinu. Kane hefur verið mikið orðaður við Manchester City í sumar en Tottenham gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistarana 1-0 á sunnudaginn.
Kane var ekki í leikmannahópi Tottenham eftir að hafa fengið langt frí eftir EM í sumar en leikmaðurinn er sagður hafa skrópað á æfingu.
„Harry Kane er einn besti leikmaður í heimi og við erum svo heppin að hafa hann,“ sagði Nuno eftir leikinn. „Hann þarf að vera tilbúinn að hjálpa liðinu. Við þurfum að fara til Portúgal (Tottenham leikur gegn Pacos Ferreira í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn), áður en við hugum að Wolves.
Hann er enn að undirbúa sig. Harry þarf að æfa, hann æfði í dag, og mun halda áfram að æfa þar til hann er klár. Er Harry á vellinum? Hann æfði í morgunn. Ég veit ekki hvað hann ætlar að gera,“ sagði Nuno.