fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Barcelona skoðar að fá framherja Arsenal til liðsins

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 16. ágúst 2021 07:00

Ronald Koeman / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Sport vill Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, fá framherja til liðsins og er félagið á eftir framherjum Arsenal, þeim Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette. Félagið mun þó þurfa að selja Martin Braithwaite til að fjármagna laun fyrir þá.

Barcelona hefur verið í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarið og eins og þekkt er gat Messi ekki verið áfram hjá félaginu vegna þessa. Spænska félagið hefur ekki efni á að kaupa framherja Arsenal og þyrfti því að semja við enska félagið um skipti á leikmönnum.

Eftir brottför Lionel Messi til PSG vill Barcelona fá inn nýja leikmenn til að bæta sóknarleikinn. Sergio Aguero samdi við liðið fyrr í sumar en hann verður frá í 10 vikur vegna meiðsla. Þá vill félagið losna við danska framherjann, Martin Braithwaite.

Aubameyang og Lacazatte misstu báðir af fyrsta leik Arsenal á leiktíðinni vegna veikinda þar sem liðið tapaði gegn nýliðum Brentford. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi við liðið en Lacazette aðeins eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami