Algjör óvissa ríkir um það hvort og þá hversu marga miða KSÍ getur selt á landsleiki nú í haust. Karla og kvenaliðin eiga mikilvæga leiki í undankeppni HM.
Þrátt fyrir að um allan heim sé nú vel mætt á íþróttakappleiki eru miklar takmarkanir á Íslandi.
„Vegna fjölda fyrirspurna vill KSÍ upplýsa að vegna óvissu um samkomutakmarkanir getur KSÍ enn sem komið er ekki staðfest fyrirkomulag miðasölu á A-landsleiki haustsins (kvenna og karla). KSÍ mun bíða með ákvörðun um miðasölu þar til skýrist hvaða reglur muni gilda í september,“ segir í yfirlýsingu KSÍ.
Núverandi takmarkanir gera ráð fyrir 200 einstaklingum í hvert hólf en óvíst er hversu mörgum hólfum KSÍ getur komið upp ef þær takmarkanir gilda innanlands í september.
Vegna fjölda fyrirspurna vill KSÍ upplýsa að vegna óvissu um samkomutakmarkanir getur KSÍ enn sem komið er ekki staðfest fyrirkomulag miðasölu á A-landsleiki haustsins (kvenna og karla). KSÍ mun bíða með ákvörðun um miðasölu þar til skýrist hvaða reglur muni gilda í september. pic.twitter.com/8gjmHoHzkz
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 16, 2021