Þýska goðsögnin Gerd Müller er látinn, 75 ára að aldri. Müller er einn besti markaskorari í sögu fótboltans og er goðsögn hjá Bayern Munchen og þýska landsliðinu þar sem hann gerði garðinn frægann.
Müller hóf knattspyrnuferilinn í Nordlingen í neðri deildunum í Þýskalandi en fór þaðan til Bayern Munchen.
Hann spilaði lengst af með Bayern og skoraði þar 566 mörk í 607 leikjum. Hann skoraði auk þess 68 mörk í 62 leikjum með þýska landsliðinu. Muller vann þýsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum á ferlinum.
Hann er þriðji markahæsti leikmaður í úrslitakeppni HM með 14 mörk en á undan honum er Ronaldo frá Brasilíu og landi hans Miroslav Klose.
FC Bayern are mourning the passing of Gerd Müller.
The FC Bayern world is standing still today. The club and all its fans are mourning the death of Gerd Müller, who passed away on Sunday morning at the age of 75.
— FC Bayern English (@FCBayernEN) August 15, 2021