Stuðningsmenn Liverpool eru þeir bestu í deildinni samkvæmt stuðningsmönnum hinna liðanna í deildinni.
Við fengum að kynnast fótbolta án stuðningsmanna á vellinum á síðasta tímabili og ljóst er að það er ekki sama skemmtun og við erum vön. Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað síðasta föstudagskvöld þar sem Brentford tók á móti Arsenal og þar var loksins fullur völlur á nýjan leik.
Betfair var með könnun þar sem stuðningsmenn allra liða í ensku úrvalsdeildinni kusu hvaða stuðningsmenn búa til bestu stemninguna og besta andrúmsloftið í deildinni. Stuðningsmenn Liverpool voru valdir þeir bestu, stuðningsmenn erkifjendanna í Manchester United fylgdu á eftir og stuðningsmenn Newcastle voru í 3. sæti. Hér að neðan má sjá topp 10 listann.
1. Liverpool
2. Manchester United
3. Newcastle
4. Leeds
5. Crystal Palace
6. Chelsea
7. Aston Villa
8. West Ham
9. Everton
10. Man. City