Sportbible setti saman lista yfir 10 bestu hægri kantmenn í heiminum í dag. Farið var eftir tölfræði frá WhoScored.com þegar mennirnir voru valdir.
Mohamed Salah er efstur á listanum en hann hefur verið frábær síðan hann gekk til liðs við Liverpool. Angel Di Maria, leikmaður PSG er í 2. sæti listans en hann skoraði sigurmark Argentínu í úrslitaleik Copa America í sumar. Jadon Sancho tekur 3. sætið en hann skrifaði nýlega undir hjá Manchester United eftir nokkur tímabil hjá Dortmund.
1.Mohamed Salah
2. Angel Di Maria
3. Jadon Sancho
4. Bernardo Silva
5. Domenico Berardi
6. Ferran Torres
7. Riyad Mahrez
8. Leroy Sane
9. James Rodriguez
10. Josip Ilicic