Fyrrum fyrirliði Chelsea, John Terry, telur að Manchester United nái ekki Meistaradeildarsæti nema þeir bæti einum leikmanni við hópinn.
Manchester United endaði 12 stigum á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. United hefur bætt við tveimur frábærum leikmönnum í sumar, þeim Jadon Sancho og Raphael Varane. John Terry telur að félagið þurfi þó að bæta við framherja ef þeir ætla að berjast um Meistaradeildarsæti.
„Rashford er meiddur, ég veit ekki alveg hve lengi hann er frá en það vantar breidd í þá stöðu. Cavani er eldri og þarf að passa upp á hann,“ sagði Terry við Stadium Astro.
„Ef Man Utd vill keppa um eitthvað á þessu tímabili verða þeir að fara og kaupa framherja sem gefur þér 25-30 mörk. Hann mun kosta töluvert og það er ekki auðvelt að finna hann.“
„Ég held að Chelsea og Manchester City berjist um titilinn, Liverpool endar í þriðja og Leicester í fjórða.“