FH tók á móti Leikni í 17. umferð Pepsi Max deildar karla í kvöld. Þar vann FH 5-0 stórsigur.
Heimamenn fengu víti undir lok fyrri hálfleiks en Steven Lennon tók spyrnuna og skoraði örugglega. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði forystu FH snemma í fyrri hálfleik og Pétur Viðarsson skoraði þriðja markið á 62. mínútu. Morten Beck og Oliver Heiðarsson gulltryggðu sigur FH-inga með tveimur mörkum undir lok leiks.
FH fer upp í 6. sæti deildarinnar með 22 stig. Leiknir er í 7. sæti með 21 stig.
FH 5 – 0 Leiknir R.
1-0 Steven Lennon (´43)
2-0 Matthías Vilhjálmsson (´55)
3-0 Pétur Viðarsson (´62)
4-0 Morten Beck Guldsmed (´81)
5-0 Oliver Heiðarsson (´89)