fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lukaku skrifar bréf til brjálaðra stuðningsmanna Inter

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 16:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku samdi við enska knattspyrnufélagið Chelsea á dögunum en hann var keyptur þangað frá ítalska félaginu Inter Milan á 97,5 milljónir punda.

Leikmaðurinn hefur áður spilað fyrir Chelsea en honum tókst ekki að verða byrjunarliðsmaður hjá liðinu á þeim tíma og fór þaðan til Everton og svo til Manchester United. Hann fór loks til Inter Milen árið 2019 og hefur raðað inn mörkum fyrir félagið. Hann varð Ítalíumeistari með liðinu á síðasta tímabili.

Stuðningsmenn Inter eru brjálaðir yfir sölunni á Lukaku og hafa látið ljót orð falla um leikmanninn á samfélagsmiðlum. Lukaku skrifaði opið bréf til stuðningsmanna á Twitter síðu sinni og þakkaði þar stuðningsmönnum fyrir frábæra tíma.

„Ég vil segja takk kæru stuðningsmenn. Takk fyrir að láta mér og fjölskyldunni líða vel í Mílanó,“ sagði Lukaku á Twitter.

„Ég vona að þið skiljið þessa ákvörðun hjá mér, að fara til Chelsea er stóra tækifærið í lífinu. Þetta er skrefið sem mig hefur alltaf dreymt um á þessum tímapunkti á ferlinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag