Gary Neville segir að hvorki Jurgen Klopp né Pep Guardiola hafi nokkurn áhuga á því að fá Romelu Lukaku til sinna liða.
Berlgíski framherjinn skoraði 30 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum fyrir Inter Milan á síðasta tímabili er var keyptur til Chelsea í vikunni fyrir 97,5 milljónir punda en hann skrifaði undir 5 ára samning við félagið.
Lukaku hefur eytt meirihluta félagsins í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur spilað fyrir Chelsea, West Brom, Everton og Manchester United og skorað fjölda marka. Gary Neville telur þó að Jurgen Klopp og Pep Guardiola hafi ekki haft neinn áhuga á leikmanninum vegna leikstíls hans.
„Klopp myndi aldrei fá Lukaku til Liverpool. Örugglega ekki Pep heldur en Chelsea er klúbbur sem hefur haft þannig týpu af framherja,“ sagði Neville í hlaðvarpsþættinum The Overlap.
„Hann hentar Chelsea en hann pressar ekki fram á við svo hann hentar ekki Klopp. Lukaku skorar 25 mörk fyrir Chelsea en hann hentar ekki Liverpool.“