Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka þar sem Newcastle tók á móti West Ham. Þar höfðu gestirnir betur og unnu 2-4 sigur í opnum og skemmtilegum leik.
Callum Wilson kom Newcastle yfir strax á 5. mínútu en Cresswell jafnaði rúmum 10 mínútum síðar. Jacob Murphy kom heimamönnum aftur með skalla og þannig stóðu leikar í hálfleik eftir opinn fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu ágætis færi.
Benrahma jafnaði fyrir West Ham snemma í seinni hálfleik. Á 63. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu sem var varin en boltinn barst út á Soucek sem kláraði örugglega og kom þeim yfir. Antonio gulltryggði svo sigur West Ham þremur mínútum seinna með frábæru skoti.
Newcastle 2 – 4 West Ham
1-0 C. Wilson (´5)
1-1 A. Cresswell (´18)
2-1 Jacob Murphy (´40)
2-2 S. Benrahma (´53)
2-3 T. Soucek (´63)
2-4 M. Antonio (´66)