fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Brottför Messi strax farin að hafa neikvæð áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 09:00

Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur aðeins tekist að selja rúmlega helming þeirra miða sem eru fáanlegir fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Real Sociedad í kvöld.

Samkvæmt tölum spænska blaðsins AS frá því á föstudag hefur Barcelona aðeins selt 15.820 miða á völlinn. 30 þúsund miðar eru til sölu. Nývangur, heimavöllur Katalóníustórveldisins, tekur tæplega 100 þúsund manns í sæti. Aðeins er þó hluti af þeim til sölu vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekkert var um áhorfendur á síðustu leiktíð af sömu ástæðu. Því var búist við því að menn yrðu æstir að mæta á völlinn nú.

Það virðist þó vera takmarkaður áhugi á Barcelona þessa stundina. Þar spilar brottför Lionel Messi án efa rullu.

Eins og nær allir vita fór Messi til Paris Saint-Germain á frjálsri sölu á dögunum.

Argentínumaðurinn hafði verið hjá Barcelona frá aldamótum og hafði áhuga á að vera áfram. Félagið er hins vegar í miklum fjárhagserfiðleikum og gat ekki endursamið við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“