Lazio hefur áhuga á Philippe Coutinho, miðjumanni Barcelona. Félagið vill fá leikmanninn að láni til að byrja með og fá svo möguleika á að semja við hann til frambúðar á 25 milljónir evra eftir næsta tímabil ef vel gengur.
Coutinho hefur verið orðaður við brottför frá spænska stórliðinu og hefur einnig verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en nú er Lazio á Ítalíu líklegasti áfangastaðurinn.
Samkvæmt heimildum La Gazzetta dello Sport mun Barcelona borga helming launa Coutinho ef hann fer til Lazio.
Coutinho hefur ekki átt góða tíma í Barcelona og vill félagið losna við hann sem fyrst. Coutinho hefur spilað í treyju númer 14 en félagið hefur gefið Rey Manaj, leikmanni sem er að koma upp í A-liðið úr unglingaliðinu, það númer. Coutinho á tvö ár eftir á samningi hjá Barcelona en hann kom þangað frá Liverpool.