fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Barcelona vill losna við Coutinho – Búið að gefa öðrum leikmanni treyjunúmerið hans

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 15:30

Philippe Coutinho. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lazio hefur áhuga á Philippe Coutinho, miðjumanni Barcelona. Félagið vill fá leikmanninn að láni til að byrja með og fá svo möguleika á að semja við hann til frambúðar á 25 milljónir evra eftir næsta tímabil ef vel gengur.

Coutinho hefur verið orðaður við brottför frá spænska stórliðinu og hefur einnig verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en nú er Lazio á Ítalíu líklegasti áfangastaðurinn.

Samkvæmt heimildum La Gazzetta dello Sport mun Barcelona borga helming launa Coutinho ef hann fer til Lazio.

Coutinho hefur ekki átt góða tíma í Barcelona og vill félagið losna við hann sem fyrst. Coutinho hefur spilað í treyju númer 14 en félagið hefur gefið Rey Manaj, leikmanni sem er að koma upp í A-liðið úr unglingaliðinu, það númer. Coutinho á tvö ár eftir á samningi hjá Barcelona en hann kom þangað frá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag