Manchester United ætlar sér enn að endursemja við Paul Pogba, leikmann félagsins. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Samningur hins 28 ára gamla Pogba á Old Trafford rennur út næsta sumar. Hann hefur hingað til ekki gert sig líklegan til þess að skrifa undir nýjan.
Í sumar var Frakkinn til að mynda orðaður við Paris Saint-Germain og sitt gamla félag, Juventus.
Pogba fór á kostum í dag í fyrsta leik Man Utd í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri gegn Leeds. Það hefur aðeins gert vinnuveitendur hans, sem og stuðningsmenn, spenntari fyrir því að endursemja.
Félagið hefur verið í viðræðum við Mino Raiola, umboðsmann Pogba, í nokkrar vikur. Ekkert er í höfn enn sem komið er. Man Utd mun þó halda áfram að reyna.