Fimm leikjum lauk nýlega í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá yfirferð.
Chelsea 3-0 Crystal Palace
Chelsea tók á móti Crystal Palace og vann þægilegan sigur.
Marcos Alonson kom heimamönnum yfir á 27. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.
Christian Pulisic tvöfaldaði forystu Evrópumeistaranna á 40. mínútu með marki af stuttu færi.
Eftir tæpan klukkutíma leik innsiglaði Trevoh Chalobah 3-0 sigur Chelsea. Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir sendingu frá Mateo Kovacic.
Fínasta byrjun hjá Chelsea. Hins vegar ekki það sem Patrick Vieira, nýr stjóri Palace, hafði vonast eftir.
Everton 3-1 Southampton
Everton vann endurkomusigur gegn Southampton á heimavelli.
Adam Armstrong, nýr leikmaður gestanna, kom þeim yfir á 22. mínútu.
Richarlison jafnaði fyrir Everton í upphafi seinni hálfleiks.
Abdoulaye Doucoure kom heimamönnum svo yfir á 76. mínútu áður en Dominic Calvert-Lewin gulltryggði sigur þeirra fimm mínútum síðar. Lokatölur 3-1.
Leicester 1-0 Wolves
Leicester vann sterkan heimasigur á Wolves.
Markahrókurinn Jamie Vardy gerði eina mark leiksins á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Ricardo Pereira.
Burnley 1-2 Brighton
Brighton kom til baka eftir að hafa lent undir á útivelli gegn Burnley og vann sigur.
James Tarkowski kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.
Neal Maupay jafnaði fyrir Brighton á 73. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Alexis Mac Allister sigurmark gestanna. Lokatölur 1-2.
Þess má geta að Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.
Watford 3-2 Aston Villa
Nýliðar Watford tóku á móti Aston Villa og áttu þrusubyrjun á tímabilinu. Þeir unnu í markaleik.
Emmanuel Dennis kom Watford yfir á 10. mínútu. Ismaila Sarr tvöfaldaði svo forystu þeirra skömmu fyrir hálfleik.
Um miðjan seinni hálfleik gerði Juan Hernandez svo þriðja mark heimamanna.
John McGinn minnkaði muninn fyrir Villa á 70. mínútu. Danny Ings átti svo eftir að skora eitt mark fyrir þá úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki. Lokatölur 3-2.