fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Chelsea byrjar á öruggum sigri – Jóhann Berg lék allan leikinn í tapi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 16:08

Leikmenn Chelsea gátu fagnað. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikjum lauk nýlega í ensku úrvalsdeildinni. Hér fyrir neðan má sjá yfirferð.

Chelsea 3-0 Crystal Palace

Chelsea tók á móti Crystal Palace og vann þægilegan sigur.

Marcos Alonson kom heimamönnum yfir á 27. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Christian Pulisic tvöfaldaði forystu Evrópumeistaranna á 40. mínútu með marki af stuttu færi.

Eftir tæpan klukkutíma leik innsiglaði Trevoh Chalobah 3-0 sigur Chelsea. Hann skoraði með góðri afgreiðslu eftir sendingu frá Mateo Kovacic.

Fínasta byrjun hjá Chelsea. Hins vegar ekki það sem Patrick Vieira, nýr stjóri Palace, hafði vonast eftir.

Everton 3-1 Southampton

Everton vann endurkomusigur gegn Southampton á heimavelli.

Adam Armstrong, nýr leikmaður gestanna, kom þeim yfir á 22. mínútu.

Richarlison jafnaði fyrir Everton í upphafi seinni hálfleiks.

Abdoulaye Doucoure kom heimamönnum svo yfir á 76. mínútu áður en Dominic Calvert-Lewin gulltryggði sigur þeirra fimm mínútum síðar. Lokatölur 3-1.

Dominic Calvert-Lewin fagnar marki sínu. Mynd/getty

Leicester 1-0 Wolves

Leicester vann sterkan heimasigur á Wolves.

Markahrókurinn Jamie Vardy gerði eina mark leiksins á 41. mínútu eftir fyrirgjöf frá Ricardo Pereira.

Stuð í Leicester. Mynd/Getty

Burnley 1-2 Brighton

Brighton kom til baka eftir að hafa lent undir á útivelli gegn Burnley og vann sigur.

James Tarkowski kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks.

Neal Maupay jafnaði fyrir Brighton á 73. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Alexis Mac Allister sigurmark gestanna. Lokatölur 1-2.

Þess má geta að Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.

Leikmenn Brighton fagna sigurmarkinu innilega. Mynd/Getty

Watford 3-2 Aston Villa

Nýliðar Watford tóku á móti Aston Villa og áttu þrusubyrjun á tímabilinu. Þeir unnu í markaleik.

Emmanuel Dennis kom Watford yfir á 10. mínútu. Ismaila Sarr tvöfaldaði svo forystu þeirra skömmu fyrir hálfleik.

Um miðjan seinni hálfleik gerði Juan Hernandez svo þriðja mark heimamanna.

John McGinn minnkaði muninn fyrir Villa á 70. mínútu. Danny Ings átti svo eftir að skora eitt mark fyrir þá úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki. Lokatölur 3-2.

Glæsileg byrjun nýliðanna. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“