Manchester United verður án Raphael Varane gegn Leeds um helgina en félagið hefur ekki klárað alla pappírsvinnu til að klára kaupin.
Varane skrifaði undir samning við United í gær en verið er að ganga frá smáatriðum áður en allt fer í gegn. Varane hefur beðið síðustu vikur eftir því að klára félagaskiptin frá Real Madrid, hann þurfti fyrst atvinnuleyfi í landinu og síðan að fara í sóttkví.
Paul Pogba gæti byrjað leikinn á morgun en óvissa er með framtíð hans, samningur Pogba rennur út eftir ár.
„Pogba er leikmaður United og á ár eftir af samningi, allt samtal er á jákvæðum nótum. Hann veit hvað við viljum,“ sagði Solskjær.
„Raphael Varane verður ekki með á morgun en þetta klárast allt saman mjög fljótlega.“
Solskjaer: “Paul Pogba is a Man Utd player, one year left on his contract — every conversation and discussion is a positive one. He knows what we want”. 🔴 #MUFC @utdreport
“Raphaël Varane won’t be available for tomorrow but the deal will be done soon”. #Varane
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2021