Algjörlega óljóst er hvenær nýr knattspyrnuvöllur verður byggður í Laugardalnum en málið hefur verið til umræðu um langt skeið. Borgarstjórn Reykjavíkur, ríkisstjórn og KSÍ hafa ekki náð samkomulagi um hvernig og hvenær völlurinn verður byggður.
Í Fréttablaðinu í dag fjallað um ástandið sem nú ríkir á Laugardalsvelli og er það sagt óviðunnandi. „Aðstæður á Laugardalsvelli fyrir áhorfendur, veitingasölu og fleira eru óviðunandi. KSÍ ræddi á síðasta stjórnarfundi, sem fram fór í vikunni, athugasemdir sem sambandið fékk frá UEFA vegna aðstöðunnar á vellinum síðasta haust,“ segir í frétt Fréttablaðsins.
Þá var einnig rætt um vandræði við að fá fullnægjandi varaaflstöð fyrir landsleiki á Laugardalsvelli og þann mikla tilkostnað sem fylgir því. Myndeftirlitskerfið VAR verður notað í komandi leikjum og kostar það töluverða fjármuni.
Óvíst er hversu margir áhorfendur geta mætt á leiki Íslands í undankeppni HM í september, liðið leikur þá þrjá heimaleiki sem eru ansi mikilvægir.
Aukinn kostnaður hefur verið í kringum landsliðið á meðan tekjur hafa minnkað vegna takmarkanna hjá áhorfendum. Kom fram að hið búbblu-umhverfi landsliðanna kosti mikið.