Jurgen Klopp stjóri Liverpool er hættur að furða sig á eyðslu Manchester City, Chelsea og PSG í leikmenn. Stjóri Liverpool furðar sig aðeins á því hvernig Manchester United hefur eytt miklum fjármunum í sumar.
Liverpool festi kaup á Ibrahima Konate í sumar en hefur síðan haldið sig til hlés og ekki er talið líklet að félagið kaupi meira í sumar.
„Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og í París,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag en liðið hefur leik í enska boltanum gegn Norwich á morgun.
🗣 „What United is doing, I don’t know how exactly they do it. I’m never surprised about the financial power of Chelsea or City or United.“
Jurgen Klopp compares Liverpool’s transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq
— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021
„Það sem United er að gera, ég veit ekki hvernig þeir fara að þessu. Við förum okkar leið og getum eytt þeim peningum sem við fáum inn í klúbbinn. Þannig hefur það alltaf verið.“
„Í ár eyddum við fjármunum áður en við fengum hann í kassann þegar við keyptum Konate. Við urðum að gera það því við getum ekki tekið áhættu að lenda í því sama og á síðustu leiktíð,“ sagði Klopp og á þar við meiðslin í hjarta varnarinnar.
„Það kemur mér samt ekki lengur á óvart hversu mikla fjármuni Chelsea, City eða United hafa. Ég hef búið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna lausni.“