fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Hvetur allar stjörnurnar til að fara í bólusetningu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 10:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonathan Van-Tam hjá landlæknisembætti Englands hefur beðið alla leikmenn í ensku úrvalsdeildinni um að bólusetja sig. Fundur um málið var haldinn í upphafi ágúst.

Allir fyrirliðar liða í ensku úrvalsdeildinni sátu fundinn með Van-Tam þar sem hann ítrekaði að bólusetningin væri örugg.

Leikmenn deildarinnar gátu fengið svör um bóluefnin og virðist fundurinn hafa heppnast nokkuð vel ef marka má frétt Telegraph.

Harry Maguire fyrirliði Manchester United er sagður hafa tekið vel í málið og ætlar hann að hvetja alla leikmenn félagsins til að bólusetja sig.

Flestir leikmenn deildarinnar eru í kringum þrítugt og þegar röðin kom að þeim í bólusetningu voru flestir horfnir á braut og farnir í sumarfrí.

Einhverjir leikmenn hafa farið í bólusetningar síðustu daga og vikur en Van-Tam tjáði leikmönnum að þeir myndu ekki sleppa við veiruna og því væri bólusetning besta leiðin til að verja sig.

Leikmenn í deildinni verður ekki skipað að fara í bólusetningu en eru hvattir til þess að láta sprauta sig með bóluefninu sem gefur hefur góða raun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“