Jonathan Van-Tam hjá landlæknisembætti Englands hefur beðið alla leikmenn í ensku úrvalsdeildinni um að bólusetja sig. Fundur um málið var haldinn í upphafi ágúst.
Allir fyrirliðar liða í ensku úrvalsdeildinni sátu fundinn með Van-Tam þar sem hann ítrekaði að bólusetningin væri örugg.
Leikmenn deildarinnar gátu fengið svör um bóluefnin og virðist fundurinn hafa heppnast nokkuð vel ef marka má frétt Telegraph.
Harry Maguire fyrirliði Manchester United er sagður hafa tekið vel í málið og ætlar hann að hvetja alla leikmenn félagsins til að bólusetja sig.
Flestir leikmenn deildarinnar eru í kringum þrítugt og þegar röðin kom að þeim í bólusetningu voru flestir horfnir á braut og farnir í sumarfrí.
Einhverjir leikmenn hafa farið í bólusetningar síðustu daga og vikur en Van-Tam tjáði leikmönnum að þeir myndu ekki sleppa við veiruna og því væri bólusetning besta leiðin til að verja sig.
Leikmenn í deildinni verður ekki skipað að fara í bólusetningu en eru hvattir til þess að láta sprauta sig með bóluefninu sem gefur hefur góða raun.