Knattspyrnukappinn Mario Balotelli hefur verið hreinsaður af ásökunum um nauðgun gegn 16 ára stúlku. Balotelli er fórnarlamb í málinu en reynt hafði verið að kúga hann til greiðslu áður en kæra var lögð fram.
Balotelli var sakaður um að hafa nauðgað stúlkunni árið 2017 þegar hann spilaði með Nice í Frakklandi.
Fyrrum framherji Liverpool og Manchester City greindi frá því í skýrslutöku að þremur vikum áður en kæra var lögð fram hefðu menn reynt að kúga út úr honum fjármuni.
Símtöl til Balotelli skömmu áður og vitnisburður fólks varð til þess að Balotelli var hreinsaður af öllum ásökunum og sagður vera fórnarlamb í málinu.
Enginn gögn fundust sem studdu þær ásakanir um að Balotelli hefði framið glæpinn en reynt var að kúga hann um tæpar 13 milljónir áður en kæra var lögð fram.