fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Hraunaði yfir Theodór Elmar og sagði hann slakasta leikmann deildarinnar – ,,Hann getur ekkert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 19:30

Theodór Elmar Bjarnason komst á blað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, er engan veginn hrifinn af því sem hann hefur séð frá Theodóri Elmari Bjarnasyni í búningi KR í sumar. Hann hélt þrumuræðu um leikmanninn í þætti dagsins.

Elmar, sem er 34 ára gamall, kom heim í KR úr atvinnumennsku í síðasta mánuði. Hann hefur leikið fimm leiki fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni.

,,Hann er pund fyrir pund slakasti leikmaður deildarinnar, myndi ég segja, núna. Rándýr. Ég held hann sé meiddur, það hlýtur að vera því hann getur ekkert orðið,“ sagði Kristján Óli um miðjumanninn.

Hann segir að heimkoma Elmars minni hann á það þegar Rúnar Kristinsson kom heim úr atvinnumennsku. Rúnar er þjálfari KR.

,,Ég verð að segja að þetta minnir mig óneitanlega á heimkomu Rúnars Kristinssonar, þegar hann kom heim bensínlaus frá Belgíu, reyndar eldri en Elmar er í dag. En þetta er spegilmynd af þeirri heimkomu. Eins sorglegt og það er, frábærir leikmenn báðir tveir.“

Kristján Óli undirstrikaði svo mikilvægi þess að vera í líkamlegu standi í Pepsi Max-deildinni.

,,Við höfum séð svo mörg dæmi um þetta þegar gæjar koma heim. Þú þarft að vera fit í þessari deild. Þetta er ekkert teknískasta deild í Evrópu en menn eru fit og geta hlaupið. Það er bara þannig að ég held að Elmar sé ekki fit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Í gær

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband