Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, er engan veginn hrifinn af því sem hann hefur séð frá Theodóri Elmari Bjarnasyni í búningi KR í sumar. Hann hélt þrumuræðu um leikmanninn í þætti dagsins.
Elmar, sem er 34 ára gamall, kom heim í KR úr atvinnumennsku í síðasta mánuði. Hann hefur leikið fimm leiki fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni.
,,Hann er pund fyrir pund slakasti leikmaður deildarinnar, myndi ég segja, núna. Rándýr. Ég held hann sé meiddur, það hlýtur að vera því hann getur ekkert orðið,“ sagði Kristján Óli um miðjumanninn.
Hann segir að heimkoma Elmars minni hann á það þegar Rúnar Kristinsson kom heim úr atvinnumennsku. Rúnar er þjálfari KR.
,,Ég verð að segja að þetta minnir mig óneitanlega á heimkomu Rúnars Kristinssonar, þegar hann kom heim bensínlaus frá Belgíu, reyndar eldri en Elmar er í dag. En þetta er spegilmynd af þeirri heimkomu. Eins sorglegt og það er, frábærir leikmenn báðir tveir.“
Kristján Óli undirstrikaði svo mikilvægi þess að vera í líkamlegu standi í Pepsi Max-deildinni.
,,Við höfum séð svo mörg dæmi um þetta þegar gæjar koma heim. Þú þarft að vera fit í þessari deild. Þetta er ekkert teknískasta deild í Evrópu en menn eru fit og geta hlaupið. Það er bara þannig að ég held að Elmar sé ekki fit.“
Afhverju heyrist ekki meira í Liverpool Samfélaginu fyrir mót? Allir heilir og allt klárt. Samt eru @BaldurKristjans og @SoliHolm óvenju yfirvegaðir.https://t.co/UZG7tNZFnD
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) August 13, 2021