fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hraunaði yfir Theodór Elmar og sagði hann slakasta leikmann deildarinnar – ,,Hann getur ekkert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 19:30

Theodór Elmar Bjarnason komst á blað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, er engan veginn hrifinn af því sem hann hefur séð frá Theodóri Elmari Bjarnasyni í búningi KR í sumar. Hann hélt þrumuræðu um leikmanninn í þætti dagsins.

Elmar, sem er 34 ára gamall, kom heim í KR úr atvinnumennsku í síðasta mánuði. Hann hefur leikið fimm leiki fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni.

,,Hann er pund fyrir pund slakasti leikmaður deildarinnar, myndi ég segja, núna. Rándýr. Ég held hann sé meiddur, það hlýtur að vera því hann getur ekkert orðið,“ sagði Kristján Óli um miðjumanninn.

Hann segir að heimkoma Elmars minni hann á það þegar Rúnar Kristinsson kom heim úr atvinnumennsku. Rúnar er þjálfari KR.

,,Ég verð að segja að þetta minnir mig óneitanlega á heimkomu Rúnars Kristinssonar, þegar hann kom heim bensínlaus frá Belgíu, reyndar eldri en Elmar er í dag. En þetta er spegilmynd af þeirri heimkomu. Eins sorglegt og það er, frábærir leikmenn báðir tveir.“

Kristján Óli undirstrikaði svo mikilvægi þess að vera í líkamlegu standi í Pepsi Max-deildinni.

,,Við höfum séð svo mörg dæmi um þetta þegar gæjar koma heim. Þú þarft að vera fit í þessari deild. Þetta er ekkert teknískasta deild í Evrópu en menn eru fit og geta hlaupið. Það er bara þannig að ég held að Elmar sé ekki fit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu