Fimm leikmenn Everton eru í sóttkví og verða ekki með í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. James Rodriguez er einn af þeim.
Rafa Benitez sagði frá málinu en hann vildi ekki gefa upp hvaða aðrir leikmenn yrðu fjarverandi gegn Southampton á morgun.
Moise Kean, Andre Gomes og Jean-Philippe Gbamin voru ekki sjánlegir á æfingu í dag en Benitez vildi ekkert segja. „Það eru fimm leikmenn í sóttkví, ég vil ekki nefna þá á nafn,“ sagði Benitez.
Benitez er á leið inn í sitt fyrsta tímabil með Everton en félagið hefur ekki verið jafn virkt á félagaskiptamarkaðnum í ár og undanfarin ár.
Benitez er mættur í enska boltanum eftir stutta fjarveru en hann hefur áður stýrt Liverpool, Chelsea og Newcastle .