Ensk blöð telja að Jadon Sancho kantmaður Manchester United verði í byrjunarliðinu gegn Leeds á morgun í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United verður án Raphael Varane um helgina en félagið hefur ekki klárað alla pappírsvinnu til að klára kaupin. Varane skrifaði undir samning við United í gær en verið er að ganga frá smáatriðum áður en allt fer í gegn. Varane hefur beðið síðustu vikur eftir því að klára félagaskiptin frá Real Madrid, hann þurfti fyrst atvinnuleyfi í landinu og síðan að fara í sóttkví.
Ensk blöð segja möguleika á því að Donny van de Beek, Paul Pogba og Bruno Fernandes byrji allir á miðsvæðinu en það verður að teljast hæpið.
Framlínan gæti verið mönnuð af Sancho, Mason Greenwood og Anthony Martial. Edinson Cavani er í sóttkví og Marcus Rashford er frá vegna meiðsla.
Líklegt byrjunarlið United að mati The Sun er hér að neðan.