Borussia Mönchengladbach og Bayern Munchen gerðu jafntefli í opnunarleik þýsku Bundesligunar í kvöld.
Gladbach byrjaði leikinn vel og Alassane Plea kom þeim yfir á 10. mínútu.
Bayern vann sig þó inn í leikinn og markahrókurinn Robert Lewandowski jafnaði stuttu fyrir hálfleik.
Heimamenn fengu tvö góð tækifæri til að sækja sigurinn í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 1-1.
Bæði lið eru því með sitthvort stigið eftir opnunarleikinn.