fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Tómas Þór rifjaði upp þegar hann laug að fyrrum stjörnu Man Utd – ,,Hef ekki þorað að tala við hann síðan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, sparkspekingur með meiru, rifðjaði upp í þættinum Chess After Dark í gær þegar hann laug að fyrrum Manchester United-stjörnunni Dimitar Berbatov.

Tómas var að störfum hjá Símanum Sport, þar sem hann sér um umfjöllun um ensku úrvalsdeildina, þegar atvikið kom upp. Hann var að fara að taka viðtal við Berbatov.

Hann ákvað að létta andrúmsloftið fyrir viðtalið og spyrja Búlgarann út í ævisögu sem hann hafði nýlega gefið út.

,,Ég spurði hann ‘hvernig gengur með bókina?’. Þá var hann nýbúinn að gefa út ævisöguna. Hann sagði ‘já, bara vel. Á ég að senda þér áritað eintak?’ Í staðinn fyrir að segja já þá lýg ég að honum. Ég sagði ‘ég er búinn að kaupa hana en á eftir að lesa hana’. Ég hef ekki þorað að tala við hann síðan ef hann skyldi spyrja ‘hvernig fannst þér bókin’,“ sagði Tómas í þættinum.

,,Ég veit ekki einu sinni af hverju ég gerði það,“ bætti hann við.

Berbatov lék sem framherji á ferli sínum en lagði skóna á hilluna árið 2018. Hann lék með Man Utd á árunum 2008 til 2012. Hann skoraði 56 í 149 leikjum fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Í gær

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Í gær

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“