fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Haaland blæs á sögurnar – ,,Mikill peningur fyrir eina manneskju“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 17:00

Erling Braut Haaland. Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Erling Braut Haaland virðist ekki vera á leið til Chelsea í sumar ef marka má nýtt viðtal við hann.

Hinn tvítugi Haaland var spurður út í það hvort hann gæti farið til Chelsea á blaðamannafundi.

,,Fyrir gærdaginn hafði ég ekki talað við umboðsmann minn í mánuð. Ég held að þú hafir svarið þarna,“ svaraði Haaland.

Rætt hefur verið um upphæð upp að allt að 175 milljónum punda sem Chelsea gæti greitt fyrir Norðmanninn. Haaland telur það allt of háa upphæð.

,,Þetta er mikill peningur. Ég vona að þetta séu bara orðrómar því þetta er mikill peningur fyrir eina manneskju. Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum og ég nýt mín hér.“

Talið er að Haaland sé fáanlegur fyrir aðeins 64 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans við Dortmund. Það er því líklegt að stærstu lið Evrópu geri tilraun til að sækja hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum

Íþróttavikan: Bjarni Helga og Elvar Geir – Landsliðsval og dramatík á bak við tjöldin í íslenska boltanum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli