Framherjinn Erling Braut Haaland virðist ekki vera á leið til Chelsea í sumar ef marka má nýtt viðtal við hann.
Hinn tvítugi Haaland var spurður út í það hvort hann gæti farið til Chelsea á blaðamannafundi.
,,Fyrir gærdaginn hafði ég ekki talað við umboðsmann minn í mánuð. Ég held að þú hafir svarið þarna,“ svaraði Haaland.
Rætt hefur verið um upphæð upp að allt að 175 milljónum punda sem Chelsea gæti greitt fyrir Norðmanninn. Haaland telur það allt of háa upphæð.
,,Þetta er mikill peningur. Ég vona að þetta séu bara orðrómar því þetta er mikill peningur fyrir eina manneskju. Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum og ég nýt mín hér.“
Talið er að Haaland sé fáanlegur fyrir aðeins 64 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans við Dortmund. Það er því líklegt að stærstu lið Evrópu geri tilraun til að sækja hann þá.