fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Gunnar vill sjá lífið fara í eðlilegt horf en segir ,,heilaþvottinn mikinn“ – ,,Reyna að meta veiruna meira eins og flensu, sem þetta er“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 08:00

Gunnar Birgisson og Anton Ari Einarsson. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta er kannski bara raunveruleikinn sem við erum að fara að horfa á núna, það er verið að fara að slíta þetta mót bara í einhverjar tætlur. Það verður kannski erfitt að setja þetta í samhengi því það verður ekki verið að spila heilar umferðir,“ sagði Elvar Geir Magnússon í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net fyrr í vikunni. Þarna vísaði hann í það að mörgum leikjum á Íslandi gæti þurft að fresta á næstunni vegna kórónuveirusmita í herbúðum félaga.

Smit hafa til að mynda komið upp hjá kvennaliði Fylkis og karlaliðum Kórdrengja og Víkings Ólafsvík. Leikjum þessara liða hefur því þurft að fresta með tilheyrandi röskun á leikjadagskrá.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og sérfræðingur í Innkastinu, hefur fengið sig fullsaddann af því hversu mikil áhrif kórónuveiran hefur á daglegt líf landsmanna.

,,Mér finnst bara skrýtið að við getum ekki fundið einhvern flöt á því að láta lífið rúlla sinn vanagang þó einhverjir veikist eða eitthvað slíkt. En heilaþvotturinn virðist vera orðinn það mikill að maður getur ekki lengur farið niður og á bensínstöð og tekið bensín og fengið sér kannski einn Nocco með því án þess að þurfa að troða upp grímunni. Það á víst að vera einhver samfélagsleg ábyrgð.“

Gunnar segist hingað til hafa verið fylgjandi öllum sóttvarnaraðgerðum. Nú virðist þó sem svo að hann vilji snúa baki við þeim.

,,Þetta er orðið frekar farsakennt og eins og ég hef verið mikið á bakvið allar sóttvarnaraðgerðir hingað til, við erum nokkurn veginn eina landið sem er að taka svona hart á þessu og herða aðgerðir og annað slíkt. Það eru eiginlega fleiri þjóðir í svona afléttingarfasa og reyna kannski að meta veiruna meira einhvern veginn eins og flensu, sem þetta er, í raun og veru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“