fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Eriksen snýr aftur til Inter í næstu viku – Tæpar sjö vikur frá hjartastoppinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 13:01

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski miðjumaðurinn Cristian Eriksen mun snúa aftur til félagsliðs síns, Inter, í næstu viku eftir að hafa eytt síðustu vikum í heimalandinu í kjölfar hjartastopps. Þar mun hann gangast undir rannsóknir á hjarta sínu. Í kjölfarið verða hugsanleg næstu skref skoðuð. Ekki er vitað hvort að hann geti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Football Italia fjallar um málið.

Það vita flestir hvað gerðist á Parken í Kaupmannahöfn þann 12. júní. Þá hneig Eriksen til jarðar í landsleik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu. Leikmaðurinn fór í hjartastopp en viðbragðsteymi á vellinum náði honum, sem betur fer, til baka.

Eriksen fékk græddan í sig bjargráð í kjölfar atviksins. Það kom fram á dögunum að Eriksen fengi ekki að spila með einn slíkan í ítölsku Serie A vegna reglna þar.

Það er þó spurning hvort að nánari rannsóknir á leikmanninum geti breytt þeirri ákvörðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki