fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Starf yfirmanns knattspyrnumála heillar Þorlák ekki – ,,Held að KSÍ viti ekki ennþá hvernig þeir ætla að hafa það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 18:30

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorlákur Árnason segir að starf yfirmanns knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Íslands myndi ekki heilla hann, yrði honum boðið það. Hann ræddi þetta í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla hjá Íslandi, gegnir stöðunni áfram fram á haust. Eftir það er líklegt að KSÍ leiti að nýjum einstaklingi í starfið.

Þorlákur hefur undanfarin ár gegnt stöðunni hjá knattspyrnusambandi Hong Kong. Það lá því beinast við að Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, myndi spyrja hann út í það hvort hann hefði áhuga á stöðunni hjá KSÍ.

,,Nei,“ svaraði Þorlákur. ,,Fyrir mig hefur alltaf verið rosalega mikilvægt að vinnan sem maður fer  í, að það sé þörf fyrir mann. Ef að KSÍ myndi hafa þörf fyrir mig í þessu starfi þá hefði ég áhuga. En ég held að þeir hafi ekkert þörf fyrir mig. Mig langar að fara eitthvað þar sem er þörf fyrir mig eða að það svalar minni ævintýraþrá,“ bætti hann við.

Honum finnst jafnframt að KSÍ þurfi að móta stöðu yfirmanns knattspyrnumála ögn betur.

,,Það sem er kannski ekki spennandi við þetta starf hjá KSÍ er að ég held að KSÍ viti ekki ennþá hvernig þeir ætla að hafa það. Svo er auðvitað Covid búið að koma upp svo það er kannski eðlilegt að menn hugsi sig um. Þeir kannski ákveða á næsta ári að breyta eitthvað til eða hvernig sem það verður. Arnar byrjaði á ákveðnum hlutum svo getur vel verið að menn vilji móta starfið í aðra átt með öðrum manni. Það er allavega ekki eitthvað sem ég er að hugsa um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu