fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Skipti Rúnars í hættu – Tyrkneska félagið ekki tilbúið að borga lánsfé sem Arsenal biður um

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 13:27

Rúnar Alex er á láni hjá Leuven frá Arsenal. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskipti Rúnar Alex Rúnarssonar frá Arsenal til tyrkneska félagsins Altay Spor á láni gætu verið í hættu. Það er vegna þess að Altay Spor er ekki tilbúið til þess að greiða jafnhátt lánsfé og Arsenal biður um. Football.london greinir frá.

Rúnar kom til Arsenal fyrir síðustu leiktíð. Hann lék alls sex leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Hann hóf tímabilið í fyrra sem varamarkvörður á eftir Bernd Leno en var hins vegar orðinn þriðji markvörður í janúar með komu Mat Ryan til Arsenal.

Ekki er talið að Rúnar sé í plönum Arsenal á næstu leiktíð. Því stóð til að hann færi á lán. Nú gætu félagaskipti hans til Tyrklands hins vegar ekki gengið upp að ofangreindum ástæðum.

Altay Spor leikur í efstu deild Tyrklands á næstu leiktíð eftir að hafa komist upp úr B-deild á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla