fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

,,Mér finnst Gary bara miklu betri þegar hann er ekki með Tokic með sér“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 22:00

Gary Martin (til hægri). Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Martin, framherji Selfoss, er mun betri leikmaður fyrir liðið þegar liðsfélagi hans í sókninni, Hrvoje Tokic, er ekki með. Þetta sögðu þeir Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson í Markaþætti Lengjudeildarinnar í gær.

Hinn þrítugi Gary hefur gert fimm mörk í tólf leikjum fyrir Selfoss í Lengjudeildinni í ár. Hann kom til liðsins frá ÍBV í vor.

Enski framherjinn skoraði og lagði upp í síðasta leik í sigri á Vestra. Hrafnkell var hrifinn af Gary í leiknum, sem og undanfarnar vikur.

,,Mér finnst Gary bara miklu betri í þessu Selfoss-liði þegar hann er ekki með Tokic með sér, eins skrýtið og það hljómar, þeir eru báðir frábærir leikmenn. Einhvern veginn fær hann bara að vera aðalkallinn og það er spilað upp á hann.“

,,Tölfræðin sýnir það. Gary blómstrar þegar hann er einn þarna,“ bætti Hörður við.

Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Gary og Selfoss, sem og markaþátt Lengjudeildarinnar frá því í gær í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts