fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Eto’o móðgaður yfir spurningu blaðamanns – „Messi spilaði með mér, ég spilaði ekki með Messi”

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 26. júlí 2021 21:45

Samuel Eto'o / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Eto’o var ekki sáttur við það hvernig blaðamaður orðaði spurningu við hann í viðtali á dögunum.

Eto’o fékk eftirfarandi spurningu frá blaðamanninum: „Hvað getur Ansu Fati lært frá Messi, þú spilaðir auðvitað með honum?”

Þá svaraði Eto’o: „Nei, hann spilaði með mér, það er allt öðruvísi. Á mínum tíma spilaði Messi með mér, ég spilaði ekki með Messi. Þetta skiptir miklu máli.”

Eto’o var í 5 ár með Messi hjá Barcelona, á árunum 2004-2009 þegar argentíska stórstjarnan var að stíga sín fyrstu skref hjá félaginu. Þeir unnu deildina þrisvar saman og Meistaradeildina 2009. Eto’o var líklega stærra nafnið á þeim tíma og var talinn einn besti framherjinn í heimi þegar hann var upp á sitt besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla