fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

,,Eins og hann vilji ekkert hafa hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 10:05

Helgi Viðar Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, virðist ekki hafa fulla trú á Thomas Mikkelsen, framherja liðsins. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

Hinn 31 árs gamli Mikkelsen hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í ár. Hann hefur þó nokkrum sinnum komið inn á sem varamaður.

,,Það voru einhverjar sögur um það fyrir tímabil að hann hafi verið boðinn hingað og þangað, til klúbba á Íslandi, í skiptum fyrir hitt og þetta,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum.

,,Mikkelsen hefur alveg heyrt þær sögur,“ skaut Hörður Snævar Jónsson inn í.

Daninn klikkaði á vítaspyrnu í 2-0 tapleik gegn Keflavík í gær. Arnar segir erfitt fyrir Mikkelsen að gera góða hluti fyrir Breiðablik ef Óskar hefur ekki trú á honum.

,,Hvað gerir það fyrir sjálfstraustið hjá svona gæja. Líka bara, hvar er ‘loyalty-ið’? Hvernig á Thomas að ‘deliver-a’ fyrir einhvern gæja sem virðist ekki hafa neina trú á honum og í rauninni bara eins og hann vilji ekkert hafa hann? Þrátt fyrir að hafa skorað þvílíkt mikið af mörkum fyrir Blika-liðið.“

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi í Dr. Football, benti á að Óskar hefði enga ástæðu til þess að treysta ekki á Mikkelsen.

,,Það er sérstakt ef hann er ekki hrifinn af honum því hann hefur svo sannarlega ekki svikið hann inni á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband