fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

,,Eins og hann vilji ekkert hafa hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 10:05

Helgi Viðar Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, virðist ekki hafa fulla trú á Thomas Mikkelsen, framherja liðsins. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gærkvöldi.

Hinn 31 árs gamli Mikkelsen hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum í Pepsi Max-deildinni í ár. Hann hefur þó nokkrum sinnum komið inn á sem varamaður.

,,Það voru einhverjar sögur um það fyrir tímabil að hann hafi verið boðinn hingað og þangað, til klúbba á Íslandi, í skiptum fyrir hitt og þetta,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson í þættinum.

,,Mikkelsen hefur alveg heyrt þær sögur,“ skaut Hörður Snævar Jónsson inn í.

Daninn klikkaði á vítaspyrnu í 2-0 tapleik gegn Keflavík í gær. Arnar segir erfitt fyrir Mikkelsen að gera góða hluti fyrir Breiðablik ef Óskar hefur ekki trú á honum.

,,Hvað gerir það fyrir sjálfstraustið hjá svona gæja. Líka bara, hvar er ‘loyalty-ið’? Hvernig á Thomas að ‘deliver-a’ fyrir einhvern gæja sem virðist ekki hafa neina trú á honum og í rauninni bara eins og hann vilji ekkert hafa hann? Þrátt fyrir að hafa skorað þvílíkt mikið af mörkum fyrir Blika-liðið.“

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi í Dr. Football, benti á að Óskar hefði enga ástæðu til þess að treysta ekki á Mikkelsen.

,,Það er sérstakt ef hann er ekki hrifinn af honum því hann hefur svo sannarlega ekki svikið hann inni á vellinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag