fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Varane færist nær Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 18:30

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Real Madrid færast nær samkomulagi um kaupverðið á Raphael Varane, miðverði síðarnefnda liðsins. Þetta herma heimildir Goal.

Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið orðaður við Man Utd undandarnar vikur.

Snemma í síðustu viku var þó talið að enn væri töluvert í land hvað varðar bilið á milli þess sem Man Utd var tilbúið til þess að borga fyrir Varane og þess sem Real vildi fá fyrir hann.

Nú er hins vegar talið að samkomulag um verð á bilinu 39 til 47 milljónir punda sé í nánd.

Varane hefur verið hjá Real í áratug. Hann hefur orðið Spánarmeistari með liðinu þrisvar og Evrópumeistari fjórum sinnum.

Þá á Varane á 79 landsleiki að baki fyrir Frakkland. Hann var til að mynda hluti af liðinu sem varð heimsmeistari árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United steinhissa á leikmanni sínum í gær – Hvað var hann að gera?

Stuðningsmenn United steinhissa á leikmanni sínum í gær – Hvað var hann að gera?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alonso var rekinn – Boðuðu hann á fund og fóru yfir stöðuna

Alonso var rekinn – Boðuðu hann á fund og fóru yfir stöðuna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Davíð Kristján mættur til Grikklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón