fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Undarlegar spurningar á blaðamannafundi – ,,Lyktar hann eins vel og hann lítur út“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 17:00

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andre Silva, framherji RB Leipzig og portúgalska landsliðsins, fékk undarlegar spurningar um Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi á dögunum.

Silva raðaði inn mörkunum fyrir Frankfurt á síðustu leiktíð. Hann skoraði 28 mörk í 32 leikjum. Í kjölfarið var hann keyptur til Leipzig.

Það var svo á fyrsta blaðamannafundinum sem leikmaður Leipzig sem Silva fékk spurningarnar furðulegu um Ronaldo, liðsfélaga sinn hjá portúgalska landsliðinu.

,,Þú þekkir Cristiano Ronaldo úr búningsklefanum. Hann er myndarlegur maður. Langar þig að verða eins góður og hann og fá vöðva eins og hann einn daginn? Lyktar hann eins vel og hann lítur út,“ spurði blaðamaðurinn hann.

,,Ég hef bara fundið lyktina af ilmvatninu hans,“ svaraði Silva léttur. Hann tæklaði spurningarnar með mikilli yfirvegun. Silva sagði að Ronaldo væri ofar öllum knattspyrnumönnum og kvaðst stoltur af því að hafa spilað með honum.

Myndband af spurningunum og svo svari Silva má í heild sjá hér fyrir neðan.

Andre Silva. Mynd/GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag