fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Möguleg liðsuppstilling Liverpool á næsta tímabili

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 24. júlí 2021 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meiðsli áttu stóran þátt í því að Liverpool tókst ekki að verja titilinn á síðustu leiktíð. Varnarmennirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip voru frá bróðurpart tímabils. Klopp þurfti að grípa til örþrifaráða og tefldi á köflum fram Jordan Henderson og Fabinho í miðverðinum. Það eru engin meiðsli innan herbúða Liverpool um þessar og Klopp hefur þegar fengið liðsstyrk í sumarglugganum.

Það verða því bæði ný og kunnnugleg andlit í byrjunarliðinu. Alisson er einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og verður áfram á milli stanganna. Alexander-Arnold og Andy Robertson eru líklegir til að vera áfram í bakvarðarstöðunum, og Virgil van Dijk sem er að koma til baka úr meiðslum og Ibrahima Konte, sem Liverpool fékk á 36 milljónir punda frá RB Leipzig í sumar verða að teljast firnasterkt miðvarðarpar.

Fabinho er mikilvægur hlekkur á miðjunni og Thiago, sem átti erfitt uppdráttar í fyrra mun berjast um sæti sitt í liðinu við hlið hans. Jordan Henderson er augljósasti kosturinn til að fullkomna þrenninguna en hann hefur verið orðaður við önnur félög í sumar. Fyrirliðinn hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Liverpool og gæti verið seldur til Atletico Madrid, Saul Niguez, leikmaður Atletico færi þá í hina áttina. Þá væri Saul á miðjunni með Fabinho og Thiago í stað Henderson.

Mohamed Salah og Sadio Mane eru byrjunarliðsmenn í framlínunni ásamt Roberto Firmino. Diogo Jota mun einnig koma við sögu en hann átti frábæra innkomu í Liverpool í fyrra.

Mögulegt byrjunarlið Liverpool á næsta tímabili: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Robertson, Fabinho, Thiago, Saul, Mane, Salah, Firmino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga
433Sport
Í gær

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Í gær

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum