fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Möguleg liðsuppstilling Man Utd á næsta tímabili

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 20:05

Edinson Cavani fagnar marki / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur nú þegar bætt við sig á félagsskiptamarkaðnum í sumar en United menn eru hvergi hættir ef marka má nýjustu sögusagnir. Ole Gunnar Solskjaer kom hrikalega nálægt því að vinna sinn fyrsta titil sem þjálfari hjá félaginu en þeir rauðklæddu töpuðu í vítaspyrnukeppni gegn Villareal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili.

Solskjaer vill styrkja lið sitt og blanda sér almennilega í titilbaráttuna á næstu leiktíð en liðið endaði í 2. sæti í fyrra, 12 stigum á eftir Manchester City. United hefur þegar fest kaup á Jadon Sancho en eru líklegir til að bæta við sig miðverði, en Raphael Varane, leikmaður Real Madrid er sagður ofarlega á óskalista félagsins. United hefur líka verið orðað við Declan Rice sem átti frábært EM 2020. Þessir þrír leikmenn eru líklegir til að kosta félagið um 200 milljónir punda en gæti gert það sigurstranglegt í titilbaráttunni.

Búist er við að Dean Henderson verði byrjunarliðsmarkvörður en David De Gea var mikið gagnrýndur eftir tap United í úrslitaleiknum. Spánverjinn missti einnig sæti sitt í landsliðinu á EM en Unai Simon var valinn í hans stað. Wan-Bissaka og Luke Shaw halda sætum sínum í liðinu þrátt fyrir orðróma um að Kieran Trippier sé á lið til Manchester í sumar. Þá ætti Declan Rice að byrja djúpur á miðjunni fyrir aftan þá Paul Pogba og Bruno Fernandes. Cavani verður þá einn frammi og Rashford og Sancho á köntunum.

Mögulegt byrjunarlið Manchester United á næstu leiktíð: Henderson; Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw; Rice, Pogba, Fernandes; Rashford, Sancho, Cavani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla