fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sölubeiðni gæti þýtt að Ronaldo sé á leið til Man Utd

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 12:34

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur verið bendlaður við sitt gamla félag Manchester United síðan hann fór til Real Madrid árið 2009. Sögusagnirnar hafa hins vegar aldrei verið hærri en í sumar en talið er að hann gæti yfirgefið Juventus.

Juventus tókst ekki að vinna deildina í fyrra í fyrsta sinn í 10 ár, og ef tekið er mið af fjármununum sem félagið þarf til að halda Ronaldo á Ítalíu þá virðist félagið opið fyrir því að selja leikmanninn. Ronaldo hefur verið í samskiptum við Ole Gunnar Solskjaer í gegnum tíðina og er sagður hafa raunverulegan áhuga á að fara aftur til United áður en hann leggur skóna á hilluna. Sölubeiðni frá engum öðrum en Sevilla miðjumanninum Ivan Rakitic hefur opnað á þann möguleika.

Samkvæmt Króatanum vildi Ronaldo hafa afskipti með innkaupum hjá Juventus frá því að hann kom til félagsins. Rakitic sagði í viðtali við 24sata að Ronaldo hefði talað við hann síma og sagt honum að skrifa undir hjá Juventus. Króatinn hafði áhuga en Juventus hætti við vegna þess að Barcelona vildi fá 50 milljónir evra fyrir leikmanninn en Juventus fannst það of hátt verð.

Rakitic fór til Sevilla í staðinn og Ronaldo fékk aldrei tækifæri til að spila með honum. Ronaldo á ekki að hafa tekið þessi misheppnuðu félagsskipti nærri sér en hann bjóst við að hafa meiri völd hjá félaginu.

Maurizio Sarri, sem var þjálfari Juventus á þessum tíma sagði í viðtali við Sportitalia að það væri krefjandi að eiga við Ronaldo.

Það er ekki auðvelt að eiga við Ronaldo, líka vegna þess að það eru alls konar hagsmunir að baki. Ef ég segi eins og er þá held ég að ég sé betri þjálfari en knattspyrnustjóri. Mér finnst það leiðinlegt og nýt mín frekar á vellinum.“

Í ljósi þessa ummæla þá gætu bæði Juventus og Ronaldo verið opinn fyrir sölu á honum í þessum mánuði. Solskjaer hefur margoft látið í ljós að hann gæti keypt Ronaldo einn daginn, þó hafa kaupin á Jadon Sancho verið framar í goggunarröðinni, sem og að landa Raphael Varane.  Ronaldo er því neðar á listanum, sér í lagi ef hann er á himinháum launum.

Þegar að allt kemur til alls er þetta samt besti tíminn til að kaupa Ronaldo. Juventus vilja örugglega fá pening fyrir hann, og Solskjaer þekkir hann betur en flestir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“