fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Gylfi sagður vera í gæslu allan sólarhringinn

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson er sagður vera í gæslu allan sólarhringinn af breska fjölmiðlinum Daily Mail. Hann á að halda sig á skjólshúsi á vegum félags hans Everton, þar sem einhver fylgist með honum.

Í frétt blaðsins er nafn Gylfa ekki getið, en hann hefur ekki verið nafngreindur í breskum miðlum af lagalegum ástæðum.

Samkvæmt heimildum DV hefur náinn fjölskyldumeðlimur farið út til Bretlands að styðja hann.

Enski miðillinn slær því upp að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs, hafi flutt út af heimili þeirra hjóna og því haldið raunar fram að það hafi hún gert nokkrum vikum áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir helgi.

Sannleikurinn er hinsvegar sá að hjónin voru á Íslandi í sumarfríi en síðan hélt Gylfi til Englands til að hefja æfingar hjá Everton. Alexandra Helga dvaldist hins vegar áfram á Íslandi ásamt dóttur þeirra.

Líkt og fjallað hefur verið um í vikunni er Gylfi Þór grunaður um kynferðisbrot gagnvart barni, sem hefur meðal annars orðið til þess að hann var sendur í leyfi frá félagi sínu Everton.

Hann hefur verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins, en er ekki í haldi lögreglu. Þá hafa breskur fjölmiðlar fullyrt að Gylfi harðneiti ásökunum sér á hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð