fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Gylfi sagður vera í gæslu allan sólarhringinn

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson er sagður vera í gæslu allan sólarhringinn af breska fjölmiðlinum Daily Mail. Hann á að halda sig á skjólshúsi á vegum félags hans Everton, þar sem einhver fylgist með honum.

Í frétt blaðsins er nafn Gylfa ekki getið, en hann hefur ekki verið nafngreindur í breskum miðlum af lagalegum ástæðum.

Samkvæmt heimildum DV hefur náinn fjölskyldumeðlimur farið út til Bretlands að styðja hann.

Enski miðillinn slær því upp að Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs, hafi flutt út af heimili þeirra hjóna og því haldið raunar fram að það hafi hún gert nokkrum vikum áður en hann var handtekinn af lögreglu fyrir helgi.

Sannleikurinn er hinsvegar sá að hjónin voru á Íslandi í sumarfríi en síðan hélt Gylfi til Englands til að hefja æfingar hjá Everton. Alexandra Helga dvaldist hins vegar áfram á Íslandi ásamt dóttur þeirra.

Líkt og fjallað hefur verið um í vikunni er Gylfi Þór grunaður um kynferðisbrot gagnvart barni, sem hefur meðal annars orðið til þess að hann var sendur í leyfi frá félagi sínu Everton.

Hann hefur verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins, en er ekki í haldi lögreglu. Þá hafa breskur fjölmiðlar fullyrt að Gylfi harðneiti ásökunum sér á hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Í gær

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“