fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Alvöru sóknarbolti í Kópavoginum

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur athygli þegar staðan í Pepsi-Max deildum karla og kvenna er skoðuð að það er sko sannarlega spilaður sóknarbolti í Kópavoginum.

Strákarnir úr Kópavoginum hafa skorað lang flest mörkin eða 29 (þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en flest hin liðin) sem gerir 2,42 mörk að meðaltali í leik.

Blikarnir hafa hins vegar fengið á sig fleiri mörk en hin liðin í toppbaráttunni en þrátt fyrir það hafa þeir 13 mörk í plús á meðan næstu lið hafa 9 mörk í plús. Rúmlega helmingur liðanna í deildinni er síðan með neikvæða markatölu.

Hjá konunum er sama upp á teningnum. Breiðablik hefur skorað lang flest mörkin eða 42 sem gerir 3,81 mark að meðaltali í leik. Blikastelpur hafa 25 mörk í plús á meðan topplið Vals hefur 17 mörk í plús. Munar þar miklu um stórsigur Blika á Valstelpum í fyrri umferðinni en sá leikur endaði með 3-7 sigri Blika.

Það vekur síðan athygli að 6 af 10 liðum hafa neikvæða markatölu, eitt lið (Þróttur) hefur skorað jafn mörg mörk og það hefur fengið á sig en aðeins 3 lið hafa markatöluna í plús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer