fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Alvöru sóknarbolti í Kópavoginum

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vekur athygli þegar staðan í Pepsi-Max deildum karla og kvenna er skoðuð að það er sko sannarlega spilaður sóknarbolti í Kópavoginum.

Strákarnir úr Kópavoginum hafa skorað lang flest mörkin eða 29 (þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en flest hin liðin) sem gerir 2,42 mörk að meðaltali í leik.

Blikarnir hafa hins vegar fengið á sig fleiri mörk en hin liðin í toppbaráttunni en þrátt fyrir það hafa þeir 13 mörk í plús á meðan næstu lið hafa 9 mörk í plús. Rúmlega helmingur liðanna í deildinni er síðan með neikvæða markatölu.

Hjá konunum er sama upp á teningnum. Breiðablik hefur skorað lang flest mörkin eða 42 sem gerir 3,81 mark að meðaltali í leik. Blikastelpur hafa 25 mörk í plús á meðan topplið Vals hefur 17 mörk í plús. Munar þar miklu um stórsigur Blika á Valstelpum í fyrri umferðinni en sá leikur endaði með 3-7 sigri Blika.

Það vekur síðan athygli að 6 af 10 liðum hafa neikvæða markatölu, eitt lið (Þróttur) hefur skorað jafn mörg mörk og það hefur fengið á sig en aðeins 3 lið hafa markatöluna í plús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Í gær

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks