fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Valur endurheimti toppsætið

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur endurheimti toppsætið af Breiðablik í efstu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Valskonur unnu 6-1 sigur gegn Þrótti R. á Origo vellinum.

Ída Marín Hermannsdóttir kom Val yfir á 18. mínútu eftir góða stungusendingu frá Cyeru Makenzie Hintzen. Guðrún Gyða Haralz jafnaði fyrir Þrótt R. á 33. mínútu en Mary Alice Vignola skoraði gegn sínum gömlu liðsfélögum á 44. mínútu. Staðan 2-1 fyrir Val í hálfleik.

Lára Kristín Pedersen skoraði þriðja mark Vals á 57. mínútu. Elín Metta bætti við fjórða markinu á 68. mínútu og Arna Eiríksdóttir og Clara Egilsdóttir skoruðu fimmta og sjötta mark Vals á 80. og 92. mínútum leiksins. 6-1 sigur niðurstaða.

Valur situr á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 11 leiki, tveimur stigum á undan Breiðablik í öðru sæti.

Stjarnan vann 2-1 útisigur á Keflavík í öðrum leik kvöldsins sem hófst klukkan 20:00. Alma Mathiesen kom Stjörnunni yfir á 5. mínútu. Aerial Chavarin jafnaði fyrir Keflavík átta mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Arna Dís Arnþórsdóttir sem tryggði Stjörnunni sigurinn á 85. mínútu.

Stjarnan er í 4. sæti með 16 stig eftir 11 leiki. Keflavík er í næst neðsta sæti með 9 stig, tveimur stigum á eftir Tindastóli í 8. sæti.

Lokatölur:

Valur 6 – 1 Þróttur R.

1-0 Ída Marín Hermannsdóttir (’18)
1-1 Guðrún Gyða Haralz (’33)
2-1 Mary Alice Vignola (’44)
3-1 Lára Kristín Pedersen (’57)
4-1 Elín Metta Jensen (’68)
5-1 Arna Eiríksdóttir (’80)
6-1 Clarissa Larisey (’92)

Keflavík 1 – 2 Stjarnan

0-1 Alma Mathiesen (‘5)
1-1 Aerial Chavarin (’37)
1-2 Arna Dís Arnþórsdóttir (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Í gær

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara