fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Paul Merson: Fjögur lið geta unnið deildina á næsta tímabili

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, sérfræðingur á Sky Sports, telur að einungis fjögur lið geti unnið ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Að hans mati eiga einungis liðin sem enduðu í fjórum efstu sætunum á síðustu leiktíð, þau Manchester City, Manchester Utd, Liverpool og Chelsea raunhæfan möguleika á að hampa titlinum í maí.

City hafa unnið titilinn þrisvar sinnum á síðastliðnum fjórum árum, en aðeins Liverpool hefur tekist að koma í veg fyrir fjóra titla í röð. Chelsea eru ríkjandi Evrópumeistarar og United enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð.

Næsta leiktíð nálgast óðfluga og ég trúi því einlæglega að það gæti verið jafnara með liðum en í langan tíma,“ sagði hann í viðtali við Sportskeeda.

Manchester City, Manchester Utd, Liverpool og Chelsea geta öll unnið titilinn. Þetta verður fjögurra liða barátta og ég býst ekki við að neitt þeirra muni taka langt fram úr hinum. Chelsea þurfa á framherja að halda að mínu mati. Ég veit ekki hvað er að gerast með Erling Haaland en þeir þurfa einhvern sem getur skorað 20 mörk á leiktíð. Timo Werner er öðruvísi leikmaður – hann er duglegur en mjög óeigingjarn. Hann virkar ekki á mig eins og leikmaður sem getur raðað inn 20 mörkum á einni leiktíð, svo það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr því.“

Man Utd hafa þegar keypt Jadon Sancho, en þeir þurfa á öðrum miðjumanni að halda. Sama hvað gerist á félagsskiptamarkaðnum trúi ég því að þetta verði jöfn titilbarátta. Svo er annað, að margir mikilvægir leikmenn mæta aftur til liða sinna eftir landsliðsmót. Margar stjörnur spiluðu með landsliðum sínum á EM og í Suður-Ameríkukeppninni, svo þær gætu misst af fyrstu leikjum tímabilsins.“

Merson bætti við að fjögur önnur félög eigi eftir að berjast um Evrópudeildarsæti. „Það er mikill gæðamunur á fjórum efstu liðunum og rest, svo að titilbaráttan vinnst eða tapast á milli þeirra. Svo eru önnur lítil deild með Arsenal, Leicester, Tottenham og Everton innanborðs en þau mun deila hinum Evrópusætunum á milli sín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi

Unai Emery segir að Sancho sé ekki í nógu góðu formi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans

Enski landsliðsmaðurinn áfram á blaði Chelsea – Fylgjast með samningaviðræðum hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni

Átti misheppnaða dvöl í Evrópu síðast en gæti endað í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar

Mourinho skrifar undir í dag – Snýr aftur á Stamford Bridge í lok mánaðar