fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Luke Shaw lék úrslitakeppnina með brotin rifbein

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 10:42

Luke Shaw fagnar markinu í úrslitaleik EM. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins lék 8 liða úrslitin, undanúrslitin, og úrslitaleikinn á EM með brotin rifbein. Heimildir The Sun herma að leikmaðurinn hafi hlotið meiðslin í 16 liða úrslitaleiknum gegn Þýskalandi. Shaw byrjaði alla leikina í úrslitakeppninni, þar á meðal 4-0 sigurleikinn gegn Úkraínu og 2-1 sigurinn gegn Dönum.

Hann skoraði meira að segja opnunarmark Englendinga í úrslitunum gegn Ítalíu á Wembley eftir aðeins tveggja mínútna leik, sem var jafnframt fyrsta mark hans fyrir England. Þessi 26 ára bakvörður gerði þetta allt saman á meðan hann var að kljást við mikinn sársauka í rifbeinunum.

Man Utd vilja núna koma Shaw á bataveg sem fyrst. Ole Gunnar Solskjaer vonaðist til að hann mætti aftur á Carrington æfingasvæðið um leið og mótinu lauk til að gangast undir læknisskoðun. Hins vegar var öllum leikmönnum sem tóku þátt á EM 2020 gefnir auka frídagar.

Shaw nýtur sín um þessar mundir á grísku eyjunni Mykonos ásamt vinum sínum í landsliðinu, þeim Declan Rice, Kyle Walker, Mason Mount, Ben Chilwell, Jack Grealish, Kalvin Philips og Ben White.

Það væri mikið áfall fyrir United að missa hann en leikmaðurinn var frábær á síðasta tímabili og hélt Alex Telles alveg út úr liðinu. Hann var valinn í leikhóp Gareth Southgate í kjölfarið og var ein af stjörnum mótsins. Hann lék allar mínútur frá og með 0-0 jafnteflinu gegn Skotlandi.

Hann var hins vegar ekki valinn í lið mótsins en sá heiður áskotnaðist Ítalanum Leonardo Spinazzola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum