Jorginho, miðjumaður Chelsea og ítalska landsliðsins, hvílir sig nú á grísku eyjunni Mykonos eftir keppnistímabilið.
Hann er þar ásamt kærustu sinni, Catherine Harding.
Jorginho átti frábært tímabil. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Chelsea og varð síðan Evrópumeistari með ítalska landsliðinu á dögunum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá fríi Jorginho og Harding.