Það eru miklir umbrotatímar hjá Liverpool í sumar en það er búist við að átta leikmenn muni yfirgefa félagið.
Jurgen Klopp hefur lagt áherslu á stöðugleika í byrjunarliðinu en sömu leikmennirnir hafa spilað í öftustu og fremstu línu undanfarin tímabil.
Þetta merkir að leikmenn sem hafa verið úti í kuldanum muni reyna að semja við önnur félög, Heimildir Daily Express herma að þeir Marko Grujic, Harry Wilson, Xherdan Shaqiri, Neco Williams, Loris Karius, Sheyi Ojo, Ben Woodburn, og Taiwo Awoniyi gætu allir yfirgefið félagið í sumar.
Wilson og Grujic hafa verið marglánaðir frá félaginu en vilja nú festa sig í sessi annars staðar.